Skip to main content
Skip table of contents

Almennt

Eftirfarandi reitir eru á Almennt flipa bréfa. Þeir sem merktir eru með ** er nauðsynlegt að fylla út.

Reitur 

Skýring 

Nr. skuldabréfs** 

Skrá skal einkvæmt númer á bréfið í reitinn Nr. skuldabréfs eða fá sjálfvirkt næsta númer úr uppsettri númeraröð (sjá kaflann Uppsetning, Skuldabréfagrunnur) með því að velja Enter. Einkvæmt númer bréfs má vera bæði í tölum og bókstöfum. Ráðlagt er að setja númer sem lánveitandi hefur gefið skuldabréfinu, það auðveldar notendum að vinna með bréfin.

Kröfunr. 

Í reitinn Kröfunr. er skráð inn kröfunúmer sem lánveitandi hefur gefið skuldabréfinu. Mögulegt er að nota kröfunúmer til að jafns við númer skuldabréfs. Þessir reitir mega innihalda sama númer en einnig er hægt að hafa þá mismunandi.

Lýsing 

Lýsing á bréfinu, t.d. upphafsstafir banka, númer skuldabréfs og mynt.
Dæmi: Arion 12345 USD.

Eigandi / skuldari 

Hér er skráð inn nafn þess sem á bréfið.  Sé eigandi skráður á flipanum Eigandi/skuldari fyllist þessi reitur út með þeim upplýsingum.  Ef um skuldabréfaeign er að ræða er þitt fyrirtæki skráð í þennan reit.

Útgáfudagsetning** 

Útgáfudagsetning bréfsins er sett inn hér.

Höfuðstóll upphæð** 

Nafnverð bréfsins er sett inn hér. Þessi upphæð er grunnurinn í stofnun afborgana fyrir bréfið. Nafnverðsupphæðin er slegin inn í þeirri mynt sem bréfið er í. Þegar verið er að taka skuldabréfakerfið í notkun verður að gæta þess að þegar nafnverð bréfs er slegið inn á miðjum lánstíma að notast sé við eftirstöðvar nafnverðs fyrir næstu greiðslu. Ef um verðtryggt lán er að ræða verður að slá inn upphæðina án verðbóta.

Lokaður 

Með því að setja hak í þennan reit er hægt að gera bréfið óvirkt. Ekki er hægt að bóka á bréfið á meðan.

Leitarheiti 

Kerfið gefur skuldarbréfinu sjálfkrafa leitarheiti í samræmi við lýsingu þess.

Frumrit ókomið úr aflýsingu 

Hakað er í þennan reit meðan bréfið er virkt, hakið tekið af þegar búið er að aflýsa bréfinu. Þetta hak hefur engin áhrif á keyrslur í kerfinu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.