Skip to main content
Skip table of contents

Greiðslur

Í þennan glugga eru skráðar allar greiðsluupplýsingar sem koma fram á greiðsluseðlinum, svokölluð OCR rönd. Þetta gerir greiðslu auðvelda og þægilega í gegnum Bankasamskiptakerfi Wise.

Reitur 

Skýring 

Banki 

Í þennan reit má skrá inn heiti banka sem innheimtir bréfið. 

Kennitala, Bankanúmer, Lykill og Reikningsnúmer 

Þessir reitir eru notaðir til myndunar á OCR rönd bréfsins þegar aðgerðin Greiðslutillögur skuldabréfa í Bankasamskiptakerfi Wise er notuð. 

Greiðslutillaga 

Mjög mikilvægt er að haka í þennan reit ef notast á við greiðslutillögu skuldabréfa. Ef ekki er hakað við tekur kerfið ekki tillit til bréfsins þegar aðgerðin greiðslutillögur er notuð. 

Innheimtugjald 

Hér er tilgreint innheimtugjald bankastofnunar ef eitthvað er. Þetta gjald kemur þá sjálfkrafa fram í greiðsluglugga þegar greiðsla afborgunar er skráð í færslubók. 

Í lögfræðiinnheimtu 

Ef lán er í lögfræðiinnheimtu er hægt að merkja það á bréfið hér. 

Innáborgun stofnuð 

Fyllist sjálfkrafa í þennan reit ef búið er að bóka innágreiðslu inn á höfuðstól. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.