Greiðslur
Í þennan glugga eru skráðar allar greiðsluupplýsingar sem koma fram á greiðsluseðlinum, svokölluð OCR rönd. Þetta gerir greiðslu auðvelda og þægilega í gegnum Bankasamskiptakerfi Wise.
Reitur | Skýring |
Banki | Í þennan reit má skrá inn heiti banka sem innheimtir bréfið. |
Kennitala, Bankanúmer, Lykill og Reikningsnúmer | Þessir reitir eru notaðir til myndunar á OCR rönd bréfsins þegar aðgerðin Greiðslutillögur skuldabréfa í Bankasamskiptakerfi Wise er notuð. |
Greiðslutillaga | Mjög mikilvægt er að haka í þennan reit ef notast á við greiðslutillögu skuldabréfa. Ef ekki er hakað við tekur kerfið ekki tillit til bréfsins þegar aðgerðin greiðslutillögur er notuð. |
Innheimtugjald | Hér er tilgreint innheimtugjald bankastofnunar ef eitthvað er. Þetta gjald kemur þá sjálfkrafa fram í greiðsluglugga þegar greiðsla afborgunar er skráð í færslubók. |
Í lögfræðiinnheimtu | Ef lán er í lögfræðiinnheimtu er hægt að merkja það á bréfið hér. |
Innáborgun stofnuð | Fyllist sjálfkrafa í þennan reit ef búið er að bóka innágreiðslu inn á höfuðstól. |