Skip to main content
Skip table of contents

Reikningsfæra

Eftirfarandi reitir eru á flipanum Reikningsfæra. Þeir reitir sem merktir eru með ** er nauðsynlegt að fylla út.

Reitur 

Skýring 

Bókunarfl. skuldabréfa** 

Stýrir því hvernig eigna- og skuldafærsla er bókuð í fjárhag. Í reitinn er valinn viðeigandi bókunarflokkur sem skilgreindur hefur verið í Uppsetningu > Bókunarflokkar Skuldabréfa. Bókunarflokka má nýta til þess að flokka bréf, t.d. eftir því hvort þau eru í innlendri eða erlendri mynt, eftir bankastofnunum o.s.frv. 

Bókunarfl. vaxta** 

Stýrir því hvernig vaxtagjöld og tekjur eru bókaðar í fjárhag. Í reitinn er valinn viðeigandi bókunarflokkur sem skilgreindur hefur verið í Uppsetning > Bókunarflokkur vaxta.  

Altæk vídd 1 – Kóti og Altæk vídd 2 - Kóti 

Hér má tilgreina hvaða víddum bréfið tilheyrir (oft deild og verkefni). Ef víddarkóti er sleginn inn í þennan reit notar kerfið það gildi sem sjálfgefið í hvert sinn sem bréfið er slegið inn í færslubókarlínu. Sjálfgefin víddargildi eru aðeins til hliðsjónar og þeim má breyta í færslubókarlínu. 

Bóka í fjárhag 

Sé hakað við í þennan reit þá er bréfið tekið með í tímabilsaðgerðum s.s. eins og reikna áfallna vexti og færa upphafstöður.

Flokkun 

Hægt er að nota þetta til að setja upp flokkun á bréfum t.d. fyrir greiningar. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.