Skip to main content
Skip table of contents

Skilmálar

Eftirfarandi reitir eru á flipanum Skilmálar. Þeir sem eru merktir með ** er nauðsynlegt að fylla út.

Reitur 

Skýring 

Afborgunartegund** 

Í þessum reit er valið um hvaða reikniregla er notuð við myndun afborgana fyrir bréfið. 

Fjöldi afborgunar-gjaldaga** 

Hér er skráður inn fjöldi afborgunardaga á láninu. Ef verið er að skrá inn lán sem búið er að greiða af þá eru skráðir inn þeir gjalddagar sem eftir eru. 

Fjöldi mánaða milli gjalddaga** 

Hér er skráð hversu margir mánuðir eru á milli gjalddaga afborgana. 

Fyrsti afborgunargjalddagi** 

Hér er gjalddagi fyrstu afborgunar lánsins skráð. Ef verið er að skrá inn lán sem búið er að greiða af, þá er skráður inn næsti gjalddagi. 

Eindagaútreikningur 

Hægt er að setja upp kóta eindagaútreiknings bréfa. Dæmi: Kóti er 10D, eindagaútreikningur er +10D og Lýsing er 10 dagar. Þessi samsetning færir eindaga afborgunar fram um 10 daga frá gjalddaga. 

Fyrsti vaxtadagur** 

Þessi reitur segir til um hvenær lánið byrjar að bera vexti. Tilgreina þarf fyrsta vaxtadag hvort sem um vaxtagjalddaga er að ræða eða ekki. 

Síðasta afborgun nr. 

Þessi reitur er ekki fylltur út á nýjum lánum. Sé verið að byrja að nota kerfið og verið að skrá inn lán sem búið er að greiða afborganir af þá er skráð í þennan reit númer síðustu afborgunar sem var greitt. Við stofnun afborgana í kerfinu fyrir þetta lán tekur fyrsta afborgun næsta númer við skráð númerið.

Gjaldmiðilskóti** 

Í þessum reit er tilgreint hvaða vísitala eða gjaldmiðill er á bréfinu. 

Grunnvísitala 

Ef bréfið er vísitölutengt skal tilgreina hér grunnvísitölu bréfsins. Þessi vísitala er notuð við uppreikning á verðtryggðum bréfum.

Vaxtaflokkur** 

Vaxtaflokkur bréfsins er valinn hér. Hægt er að hafa vaxtaflokk fyrir hvert bréf eða nota sama vaxtaflokk á mörg bréf. Hverjum vaxtaflokki fylgja vaxtadagar þar sem hægt er að halda utan um vaxtasögu flokksins. Þegar vextir breytast er það skráð í nýja línu og það er hún sem gildir frá þeirri gildisdagsetningu sem er skráð inn. 

Gildandi vaxta % 

Þessi reitur sýnir þá vaxtaprósentu sem er í gildi á bréfinu m.v. uppsetningu á þeim vaxtaflokk sem valinn er á bréfið og vinnudagsetningu kerfis. 

Dráttarvaxtaflokkur 

Í reitinn Dráttarvaxtaflokkur er hægt að velja úr sömu flokkum og vaxtaflokkunum sjálfum. Aðeins þarf að stofna dráttarvaxtaflokk með tilheyrandi vaxtaprósentu. 

Vaxtadagaregla** 

Í þessum reit er stillt hvaða vaxtadaggaregla er notuð í útreikningum fyrir bréfið. Mikilvægt er að skilgreina vaxtadagareglu sem lánveitandi notar þannig að vextir reiknist rétt á bréfið.  

Upphafsvextir jafngr. % 

Þessi reitur er aðeins notaður þegar bréf er með Afborgunartegund = Jafngreiðslulán. Þessi vaxtaprósenta er aðeins notuð þegar verið er að stofna afborganir á bréfið. Þegar bréf er uppfært notast það við vaxtaprósentu skv. vaxtadögum vaxtaflokks bréfsins. 

Breytilegir vextir jafngreiðslulána 

Í þennan reit er sett hak ef bréfið er jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.