Tenging við bankastofnanir
Búnaðarskilríki
Í vefbiðlara notast kerfið við búnaðarskilríki frá Auðkenni í stað gömlu kortaskilríkjanna til að tengja kerfið við bankann. Því er mikilvægt að búið sé að sækja um búnaðarskilríki þegar uppfært/innleitt er í vefbiðlara. Til að sækja um búnaðarskilríki, smellið hér. Við uppsetningu þarf skilríkið að vera tilbúið í formi .pfx skráar og með private key.
Ef viðskiptavinir eru að uppfæra úr útgáfu 17.00 eða nýrri þá eru þeir þegar með búnaðarskilríki og þá er mikilvægt að vera með skilríkið til taks (.pfx skránna) eftir uppfærslu þar sem búnaðarskilríki er lesið inn í kerfið aftur eftir uppfærsluna.
Leitið aðstoðar hjá Auðkenni ef þið lendið í vandræðum með að taka út .pfx skránna.
Leiðbeiningar hverning búnaðarskilríki er sett upp í bankasamskiptakerfinu má nálgast hér.
Leiðbeiningar hverning búnaðarskilríki er sett upp í Innheimtukerfinu má nálgast hér.
Lykilorð
Við uppfærslu munu lykilorð fyrir bankastofnanir detta út og því þarf að sækja lykilorð í banka fyrir hvern og einn notanda sem á að tengjast bankanum í gegnum kerfið. Þetta á við um þá sem nota innheimtu- og bankasamskiptakerfi Wise.
Notendur Bankasamskiptakerfis og Innheimtukerfis þurfa að vera vefnotendur (B2B notendur) í fyrirtækjabanka.
Innheimtusamningur við banka
Nauðsynlegt er að verkkaupi sé með innheimtusamning við viðskiptabanka vegna innleiðingar á innheimtukerfi Wise. Einnig þarf að vita á hvaða auðkenni kröfur eru stofnaðar.