9.1 Aðgangshópar - gott er að hafa í huga:

  • Aðgangsveitingar eru niður á svæði þannig að mismunandi hópar veita mismunandi réttindi á svæði.

  • Hver hópur getur gefið réttindi á fleiri en eitt svæði.

  • Hver aðgangshópur í CoreData ECM gegnir mismunandi hlutverki. Sumir hópar eru til þess að gefa aðgang að ákveðinni virkni í kerfinu en eiga ekki að gefa aðgang að gögnum á svæðum. Aðrir hópar eru eingöngu til að gefa aðgang að gögnum.


9.1.1 Aðgangshópar sem veita aðgang að ákveðinni virkni í kerfinu.

Eftirtaldir hópar gefa aðgang að ákveðinni virkni í kerfinu og ætti ekki að nýta til að gefa aðgang að svæðum. Séu notendur settir í eftirtalda hópa gildir neðangreind virkni - athugið að ritháttur á heiti aðgangshópa skiptir máli.

Aðgangshópur

Skýring

members

Allir notendur, bæði innri og ytri aðilar,  ættu að vera í þessum hópi til að aðrir aðgangshópar virki, hvort sem það eru hópar sem gefa aðgang að svæðum eða virkni.

Ef notandi er tekinn úr þessum hópi hættir hann að birtast í listum þar sem valið er úr notendum kerfisins s.s. Ábyrgðaraðili og Tengdur

external

Sjálfgefið er að allir notendur hafa aðgang að allri valmynd CoreData þ.e. Heim, Svæði, Viðskiptavinir og Leit.  Þessi hópur er fyrir ytri aðila og tekur af aðgang að valmyndunum Heim og Viðskiptavinir

no-download

Sjálfgefið er að allir notendur hafa heimild til að niðurhala gögnum, einnig þeir sem hafa eingöngu lesréttindi Ef einhver aðili með lesréttindi , t.d. ytri aðilar s.s. stjórnarmenn, mega ekki niðurhala gögnum þurfa þeir að vera í hópnum „no-download“.

Aðilar í þessum hópi fá ekki að hala niður (e. download) skjölum á svæðum þar sem þeir hafa aðeins lesréttindi.

Ef notandi er með les- og skrifréttindi hefur þessi aðgangshópur takmarkaðan tilgang því þá getur notandinn notað „Opna“ hnappinn (sé hann með CoreData plugin uppsett) og vistað skjalið niður á hvaða drif sem er.

extenal-withdrive

Sjálfgefið er að allir notendur hafa aðgang að allri valmynd CoreData þ.e. Heim, Svæði, Viðskiptavinir og Leit.  Þessi hópur er fyrir ytri aðila og tekur af aðgang að valmyndunum Heim og Viðskiptavinir og en býður upp á möppuaðgang gegnum Coredata desktop. Notkun er ætluð ytri notendum sem eiga að hlaða inn skjölum og mega vinna með þau.
Varist notkun með vatnsmerktum svæðum.

external-withhome

Sjálfgefið er að allir notendur hafa aðgang að allri valmynd CoreData þ.e. Heim, Svæði, Viðskiptavinir og Leit.  Þessi hópur er fyrir ytri aðila og tekur af aðgang að valmyndinni Viðskiptavinir og lokar fyrir möppuaðgang gegnum CoreData Desktop.

no-print

Sjálfgefið er að allir notendur hafa heimild til að prenta gögn úr vafra, einnig þeir sem hafa eingöngu lesréttindi. Ef einhver aðili með lesréttindi , t.d. ytri aðilar s.s. stjórnarmenn, mega ekki prenta gögn úr vafra þurfa þeir að vera í hópnum „no-print“.

Aðilar í þessum hópi hafa „Print“ möguleikann í vafranum en þó hann sé valinn er ekki hægt að prenta.

Ef notandi er með les- og skrifréttindi hefur þessi aðgangshópur takmarkaðan tilgang því þá getur notandinn notað „Opna“ hnappinn (sé hann með CoreData Plugin uppsett) og prentað beint úr viðkomandi forriti.

no-history

Sjálfgefið er að allir notendur geta skoðað sögu skjala og verkefna sem þeir hafa aðgang að.  Aðilar í þessum hópi sjá ekki upplýsingar um útgáfusögu.

Aðilar í þessum hópi hafa heldur ekki aðgang að boxinu „Aðgangur“ og geta því ekki séð hverjir hafa aðgang að verkefni.

upload-only

Sjálfgefið er að allir notendur hafa aðgang að allri valmynd CoreData þ.e. Heim, Svæði, Viðskiptavinir og Leit.  Hópurinn tekur af aðgang að valmyndinni Viðskiptavinir, veitir eingöngu aðgang að skráarsvæði á Heim svæði og lokar fyrir möppuaðgang gegnum Coredata desktop. Aðgerðin „Afhenda“ verður virk á skráarsvæði notanda sem flytur skjöl yfir á deilanleg svæði. 

Þessi hópur er fyrir ytri aðila sem eiga að afhenda skjöl inn á tiltekið svæði/verkefni en mega ekki eiga við skjölin eftir afhendingu.

9.1.2 Aðgangshópar sem veita aðgang að gögnum á svæðum í CoreData

Almennir aðgangshópar að svæðum (sjá einnig í Öryggi).

Almenna reglan er sú að aðgangshópar gefi aðgang að gögnum sem tilheyra ákveðnum hlutverkum innan fyrirtækisins.  Heiti aðgangshópa þarf að lýsa því hlutverki.  Sem dæmi má nefna:
Skjalastjórn, Gæðastjórn, Framkvæmdastjórn, Forstjóri o.s.frv.

9.2 Stjórnarvefgátt

Dæmi um uppsetningu svæða í stjórnarvefgátt:

  • Stjórnarfundir - Þetta svæði fá útlit fundasvæðis með ókláraða verkliði.
    Svæði þar sem stofnað er nýtt verkefni fyrir hvern fund.

  • Upplýsingar - Þetta er skjalasvæði þar sem hægt að er að deila t.d. samþykktum, reglum eða öðru efni sem þarf að vera aðgengilegt fyrir stjórn.

  • Undirbúningur stjórnarfunda - Þetta svæði getur verið notað til að vista gögn sem undirbúin eru fyrir stjórnarfundi.

Dæmi um aðgangshópar fyrir stjórnarvefgátt:

Aðgangshópur

Skýring

board-management

Aðgangshópurinn veitir  fullan les- og skrifaðgang að öllum gögnum á þremur svæðum þ.e. Stjórnarfundir, Upplýsingar og Undirbúningur stjórnarfunda.  Starfsmenn fyrirtækisins sem eiga að sjá um stjórnarfundi fara í þennan hóp.

boardmember

Aðgangshópur fyrir stjórnarmenn sem gefur aðgang að svæðunum Stjórnarfundir og Upplýsingar.  Það fer eftir fyrirtækjum hvort hópurinn hefur les- eða skrifréttindi og hvort stjórnarmenn eiga að sjá öll verkefni/fundi eða eingöngu fundi þar sem þeir eru  settir inn sem tengdir aðilar eða ábyrgðaraðilar þ.e. user project aðgang. Algengast er að þessi hópur hafi eingöngu lesaðgang að öllum gögnum á svæðinu Upplýsingar og lesaðgang að þeim stjórnarfundum á svæðinu Stjórnarfundir sem viðkomandi stjórnarmaður tengdur á.

board-prep-associated

Gefur user project aðgang að svæðinu Undirbúningur stjórnarfunda

Notaður fyrir aðila sem aðstoða við undirbúning stjórnarfunda, t.d. með því að skila inn efni, aðgang að þeim verkefnum á svæðinu Undirbúningur stjórnarfunda sem þeir eru aðilar að

Sjá einnig 9.1.1. hér fyrir ofan.

9.3 Gagnaherbergi / Virtual Dataroom

Aðgangshópar sem setja skal upp fyrir Virtual Dataroom og veita aðgang að gögnum í kerfinu:

[heiti gagnaherbergis] - management

Aðgangshópurinn veitir fullan les- og skrifaðgang að öllum gögnum á viðkomandi svæði gagnaherbergis.

[heiti gagnaherbergis] –dataroom-read

Aðgangshópur fyrir þá sem eiga að fá lesaðgang að gögnum á viðkomandi svæði gagnaherbergis.

Sjá einnig 9.1.1. hér fyrir ofan.