Skip to main content
Skip table of contents

Vinnuferlið

Áður en hafist er handa þarf að vera búið að fara í gegnum öll skref uppsetningar Sérfræðiverkbókhalds og Verkbeiðnakerfis.

Verkbeiðni stofnuð

Stofnuð er verkbeiðni og hún tengd viðskiptamanni, verki og verkhluta. Ábyrgðaraðili fyrir beiðninni og úthlutun á þá starfsmenn sem eiga að vinna í beiðninni.

Nánari lýsingu er hægt að setja í Ytri lýsing sé þörf á og jafnframt hægt að vera með Innri lýsingu á beiðninni sem viðskiptamaður sér ekki.

Þegar verkbeiðnin hefur verið útfyllt þarf að Úthluta beiðninni. Það er gert með hnapp efst á borða og fá þá starfsmenn sem skráðir voru á beiðnina tölvupóst um að verkbeiðni hafi verið stofnuð á þá sé sú uppsetning til staðar í Verkbeiðnagrunni. Staða verkbeiðninnar verður þá Úthlutað.

Nánari útskýringar á stofnun og úthlutun verkbeiðna má nálgast hér til hliðar.

Notkun skráð á verkbeiðni

Notkun er skráð á verkin jafnóðum og unnið er í beiðni. Starfsmenn geta skráð tíma á verkbeiðnir í gegnum verkbók eðe tímaskráningasíðu. Þeger beiðni er valin þá fyllist sjálfkrafa út verk og verkhluti sem valinn var í beiðninni. Staða verkbeiðni breytist sjálfkrafa í Í vinnslu þegar starfsmaður hefur skráð tíma á beiðnina.

Nánari útskýring á skráningu tíma á verkbeiðni má nálgast hér.

Framvinda/staða verkbeiðna

Stöðu verkbeiðna er hægt að breyta bæði í línum starfsmanna og á allri beiðninni. Staða sem verkbeiðnir geta haft er: Skráning, Hætt við, Úthlutað, Í vinnslu, í bið v/viðskiptavinar, í bið v/okkar, Leyst, Lokið.

Staða beiðnar er uppfærð eftir framvindu verkbeiðnarinnar.

Sé verkbeiðni lokað þá fær beiðnin og allar línur stöðuna Lokið.

Yfirferð og bókun verkbóka

Í lok reikningstímabilsins eru notkunarfærslur bókaðar samkvæmt ferli Sérfræðiverkbókhaldsins við bókun verkbóka.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.