Í CoreAdmin er umsjón með eftirfarandi:
Öryggi (e. security)
Skjalalyklar (e. fileplan)
Svæði (e. spaces)
Sniðmát (e. templates)
Atburðaskrá (e. audit)
Óútkljáð (e. pending)
Configuration > Efnisorð, ásamt ýmsum viðbótum og stillingum í kerfinu.
Ruslatunna (e. trash)

Notandi þarf að hafa tilskilin réttindi (hópurinn admin_delegate) til þess að fara inn á admin síðu CoreData. https://[fyrirtæki].coredata.is/coreadmin

Upphafssíða admin hluta CoreData er svæði (e. spaces). 
Til þess að breyta um sjónarhorn er smellt á það sjónarhorn sem við á.

Sjónarhorn:

Öryggi

Aðgangsstýringar í CoreData byggja á notendum og hópum. Réttindi á svæði eru veitt aðgangshópum og svo eru notendur settir í viðkomandi hópa.  Sjá má yfirlit yfir notendur og hópa í CoreData ásamt yfirliti yfir réttindi notenda. Sjá nánar í kaflanum Öryggi.

Skjalalyklar

Uppsetning og umsýsla á skjalaflokkunarkerfi skipulagsheildar. Sjá nánar í kaflanum Skjalalyklar.

Svæði

Hér sést hvernig CoreData er byggt upp. Ennfremur má sjá hvaða notendahópar hafa aðgang að hverju svæði fyrir sig með því að smella á viðkomandi svæði og síðan á Öryggi. Aðgangsstýringar í CoreData byggja á aðgengi notenda að svæðum.

Sniðmát

Valmyndin skiptist í fjóra flipa; Projects, Folders [Files], Tasks og Contacs. Sjá nánar í kaflanum Sniðmát.

Í þessum flipum er hægt að setja upp ýmiskonar sniðmát, t.d. er hægt að:

  1. Sérhanna verkefnasniðmát með verkliðum og skjölum sem gott er að nota við endurtekin verkefni, t.d. umsóknir og móttöku nýrra starfsmanna.

  2. Setja inn skráarsniðmát fyrir hverskonar skjöl, t.d. fundargerðir og eyðublöð.

  3. Búa til verkliðasniðmát (to-do lista eða flæði) fyrir verkefni en huga þarf að því að í mörgum tilfellum fylgja verkliðir verkefnasniðmátum. Athugið að ef verkliðir fylgja verkefnasniðmátum þá þarf ekki að búa þá til undir Tasks.

Atburðaskrá

Inniheldur yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru í CoreData.

Hægt er að afmarka atburðaskrána niður á flokk atburðar, tegund atburðar og notendur. Einnig er hægt að leita í atburðarskránni. Með því að setja músina yfir ákveðinn atburð, þá er hægt að sjá frekari upplýsingar um hann. Einnig er hægt að skilgreina tímabil sem maður vill skoða.

Óútkljáð

Yfirlit yfir skjöl sem á að eyða samkvæmt skjalavistunaráætlun eða eyðingaráætlun svæðis eða forgangsraða neðar í leitarheimtum. Sjá nánar í kaflanum Óútkljáð.

Configuration

Hér er að finna lista yfir efnisorð og hægt að eyða þeim og búa til ný. Sjá nánar í kaflanum Configuration.
Gott að fá aðstoð hjá notendaþjónustu CoreData varðandi annað sem er að finna hér undir.
Breytingar geta haft áhrif á grunnvirkni í kerfinu.